
Mömmu- og meðgönguþjálfun
Okkar markmið er að Orka Studio sé vettvangur þar sem konur á og eftir meðgöngu geta leitað til þegar kemur að faglegri þjálfun og fræðslu undir leiðsögn sjúkraþjálfara í notalegu umhverfi. Við erum alltaf að bæta okkar þekkingu á kvenheilsu með reynslu og námskeiðum. Við höfum ástríðu fyrir því að veita kúnnum okkar öryggi í þjálfun og hafa gaman af því að hreyfa sig í leiðinni.
Hjá Orka Studio bjóðum upp á fjölbreytta hópþjálfun fyrir konur á og eftir meðgöngu. Það eru fjórir hópar í boði: Meðgönguþjálfun, Mömmuþjálfun grunnur, Mömmuþjálfun framhald og KvenOrka. Við gerum okkur besta til að mæta þörfum hverrar og einnar konu á viðkvæmu tímbili í lífinu.
Þjálfun Orka Studio fer fram í Kringlunni á 3. hæð þar sem við erum með aðstöðu hjá Sjúkraþjálfun Íslands. Aðgengi er gott og nóg af bílastæðum í boði. Það er bæði hægt að leggja innandyra (á fyrstu hæð) og utandyra (á annarri eða þriðju hæð). Einnig eru klefar og sturtuaðstaða í boði fyrir þær sem vilja nýta sér.