Orka Studio fór í loftið 7. júlí 2023. Í upphafi vorum við með mömmuþjálfun undir Sjúkraþjálfun Íslands á tveimur stöðum. Okkur langaði að sameina krafta okkar á einum stað og út því varð hugmyndafræðin um Orka Studio til. Okkar markmið er að Orka Studio sé vettvangur þar sem konur á og eftir meðgöngu geta leitað til þegar kemur að faglegri þjálfun og fræðslu undir leiðsögn sjúkraþjálfara í notalegu umhverfi. Við gerum okkar besta til að mæta þörfum hverrar og einnar konu á viðkvæmu tímabili í lífinu ásamt því að hafa gaman af þvi að hreyfa sig í leiðinni. Guðrún og Nadia eru eigendur og aðalþjálfarar Orka Studio.
Guðrún Halla er alin upp í miðbæ Reykjavíkur en flutti um skeið norður á land og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún stundaði fótbolta og frjálsar íþróttir á uppvaxtarárum og hefur mikið ferðast í gegnum tíðina - bjó meðal annars í Guatemala sem skiptinemi og á Ítalíu í 3 ár. Eftir að hafa svalað ævintýraþörfinni kom Guðrún af
Guðrún Halla er alin upp í miðbæ Reykjavíkur en flutti um skeið norður á land og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún stundaði fótbolta og frjálsar íþróttir á uppvaxtarárum og hefur mikið ferðast í gegnum tíðina - bjó meðal annars í Guatemala sem skiptinemi og á Ítalíu í 3 ár. Eftir að hafa svalað ævintýraþörfinni kom Guðrún aftur heim og lærði einkaþjálfun hjá Keili ÍAK. Þar kviknaði áhuginn á að læra meira um líkamann og hún sótti um í sjúkraþjálfun hjá Háskóla Íslands. Þjálfun hefur alltaf verið stór hluti af lífi Guðrúnar og þjálfaði hún m.a. hjá Spörtu heilsurækt í mörg ár, vann á heilbrigðissviði Eirbergs og hefur einnig unnið með íþróttaliðum sem styrktarþjálfari og sjúkraþjálfari. Eftir krefjandi meðgöngu kviknaði mikill áhugi á því að dýpka þekkingu á sviði kvenheilsu og finna leiðir til að efla konur í sömu spörum. Guðrún á eina 5 ára dóttur. Í dag starfar hún hjá Sjúkraþjálfun Íslands, kennir mömmuþjálfun, er sjúkraþjálfari hjá meistaraflokki kvenna Vals í fótbolta og sinnir móðurhlutverkinu.
Nadia er fædd í Kaliforníu og ólst upp í Garðabænum frá 10 ára aldri. Hún stundaði listskauta í mörg ár og tók þátt í alþjóðlegum mótum m.a. með landsliðinu. Hún byrjaði snemma að þjálfa og áhuginn jókst mikið á styrktarþjálfun og forvörnum í íþróttum. Nadia er með full þjálfararéttindi frá ÍSÍ og Skautasambandi Íslands og hefur unnið ými
Nadia er fædd í Kaliforníu og ólst upp í Garðabænum frá 10 ára aldri. Hún stundaði listskauta í mörg ár og tók þátt í alþjóðlegum mótum m.a. með landsliðinu. Hún byrjaði snemma að þjálfa og áhuginn jókst mikið á styrktarþjálfun og forvörnum í íþróttum. Nadia er með full þjálfararéttindi frá ÍSÍ og Skautasambandi Íslands og hefur unnið ýmis störf fyrir Skautafélag Reykjavíkur. Eftir að hafa sjálf þurft að hætta í skautum vegna meiðsla ákvað hún að sækja um nám í sjúkraþjálfun hjá Háskóla Íslands eftir útskrift úr Menntaskólanum í Reykjavík. Í gegnum árin hefur hún komið að þjálfun listskautara auk fjölbreyttrar þjálfunar almennings í Hreyfingu heilsurækt og starfað sem sjúkraþjálfari hjá ýmsum íþróttaliðum. Nadia á eina þriggja ára dóttur og nýfæddann son. Áhugi hennar á sviði kvenheilsu mikið í kjölfar fæðingar dóttur sinnar og því ferli sem tók við að byggja sig aftur upp eftir meðgöngu. Í dag starfar hún hjá Sjúkraþjálfun Íslands, kennir mömmuþjálfun, kennir fjölbreytt námskeið í Hreyfingu, er styrktarþjálfari fyrir skautaiðkendur og sinnir móðurhlutverki.
Hildur er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún stundaði fimleika í mörg ár, áhaldafimleika frá 5 ára aldri en færði sig síðar yfir í hópfimleika á unglingsárunum. Áhugi á mannslíkamanum og almennri heilsu kveiknaði fljótt og eftir útskrift úr Kvennaskólanum í Reykjavík sótti hún um nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Forvitni og ævint
Hildur er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún stundaði fimleika í mörg ár, áhaldafimleika frá 5 ára aldri en færði sig síðar yfir í hópfimleika á unglingsárunum. Áhugi á mannslíkamanum og almennri heilsu kveiknaði fljótt og eftir útskrift úr Kvennaskólanum í Reykjavík sótti hún um nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Forvitni og ævintýraþrá einkenna Hildi, sem flutti m.a eitt sumar til Afríku sem sjálfboðaliði þar sem hún vann með bæði börnum og fullorðnum. Eftir útskrift frá HÍ flutti hún einnig til Ítalíu þar sem hún stundaði nám í innanhússhönnun. Leiðin lá þó alltaf heim til Íslands. Hildur hóf störf hjá Sjúkraþjálfun Íslands síðastliðið sumar þar sem hún sinnir fjölbreyttum hópi skjólstæðinga ásamt því að halda utan um námskeið fyrir 67 ára og eldri. Meðfram námi þjálfaði hún einnig og hélt utan um námskeiða hjá Hreyfingu heilsurækt.