Eftirfarandi skilmálar gilda um vefsíðu Orka Studio og öll viðskipti á og í gegnum Orka Studio slf.
Upplýsingar um seljanda
Vefsíðan Orka Studio og öll þjónusta og þjálfun undir vörumerkinu er í eigu Orka Studio slf. og rekin af; Nadia Margrét Jamchi og Guðrún Halla Guðnadóttir.
Almennt
Skilyrði er að kaupandi þjónustu Orka Studio sé fjárráða. Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda og notkun á vefsíðunni www.orkastudio.is. Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um neytendakaup nr. 48/2003.
Réttur til að hætta við pantanir
Orka Studio áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á ákveðin námskeið eða vörur fyrirvaralaust.
Efni á heimasíðu og námskeiðum | Höfundaréttur
Orka Studio er höfundur alls efnis sem birt er og keypt er á síðunni www.orkastudio.is. Efnið einungis ætlað til einkanota kaupanda. Dreifing á efni í heild sinni eða að hluta til er með öllu óheimil nema með leyfi frá höfundum.
Verð
Öll verð í netversluninni er í íslenskum krónum án virðisaukaskatts. Orka Studio áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Full endurgreiðsla er í boði ef afskráning berst með meira en 48 klukkustunda fyrirvara fyrir fyrsta tíma hvers námskeiðs. Ef afbókun berst með minni fyrirvara, þ.e. minna en 48 klukkustunda fyrirvara, áður en viðburður á sér stað er endurgreiðsla ekki í boði en má þá nýta greiðslu sem inneign. Ekki er hægt að fá endurgreitt eftir að námskeið/viðburður hefst. Þegar þú skráir þig á námskeið ert þú að kaupa plássið en ekki ákveðinn tímafjölda. Til að koma til móts við forföll iðkenda eru tvær heimaæfingar sendar í viku sem við hvetjum iðkendur til að nýta.
Ábyrgðarskilmálar
Kaupandi skal kynna sér vel lýsingu á vöru og hvort viðkomandi námskeið henti miðað við heilsufarssögu og núverandi ástand. Orka Studio ber ekki ábyrgð á meiðslum eða öðru sem kann að koma upp á meðan æfingu stendur. Kaupandi er á eigin ábyrgð við framkvæmd æfinga. Ef um meiðsli eða önnur veikindi er að ræða hvetjum við iðkanda til að ráðfæra sig við sérfræðing áður en keypt er þjónustu hjá Orka Studio.
Greiðslur
Skráningar og greiðslur fara fram í gegnum Abler og Greiðslumiðlun ehf.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Seljandi meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda í samræmi við gildandi lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000. Vafrakökur eru notaðar til þess að greina umferð um vefinn.
Varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
Breytingar
Orka studio áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum. Breytingarnar taka gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið birtir hér.