Fjarþjálfun fyrir konur sem hafa lokið Mömmuþjálfun grunnnámskeið hjá okkur eða annars staðar. Gert er ráð fyrir að konur hafa náð góðri tengingu við grindarbotnsvöðva og séu almennt nokkuð heilsuhraustar. Æfingaáætlunin er send á iðkanda innan 48 klst frá kaupum. Alltaf er hægt að hafa samband við þjálfara í gegnum tölvupóst info@orkastudio.is og svarað er eins fljótt og mögulegt er.
Innifalið er 4 vikna æfingaáætlun, gert er ráð fyrir tveimur æfingum í viku eða 8 æfingum samtals. Iðkendur fá aðgang að lokuðum Facebook hópi með aðgang að þjálfara, auka æfingamyndböndum og hvatningu.
Æfingaáætlunin er sett fram í pdf skjali á rituðu máli en búið að tengja myndbönd/myndir við æfingar til frekari útskýringa. Æfingar fela í sér liðkandi upphitun, grindarbotnsæfingar, styrktar- og þolæfingar á mismunandi formi. Gert er ráð fyrir að iðkandi hafa aðgang að miniband teygju, stól og litlu handklæði. Hægt er að bæta við lóðum ef iðkandi vill eða á en ekki skylda. Iðkandi á síðan áætlunina og getur nýtt hana eins oft og lengi og hentar.
Biðjum ykkur um að virða það að æfingaáætlunin er einungis ætluð þeim sem kaupir og er ekki til dreifingar. Hægt er að byrja hvenær sem er!
,,Frábært fjarþjálfunarprógram með góðum æfingum sem reyna vel á. Góðar leiðbeiningar fylgja hverri æfingu og svo fær maður gott pepp frá þjálfurum. Mæli hiklaust með!"