Þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara fyrir konur sem hafa lokið grunnnámskeið hjá okkur eða annars staðar. Fagleg stigvaxandi þjálfun og fræðsla til að m.a. aðstoða konur við að koma sér aftur í sína fyrri hreyfingu, s.s. hlaup, hopp og þyngri lyftingar. Æft er í litlum hópum í notalegu og persónulegu umhverfi.
Námskeiðið hentar konum með stoðkerfisverki sem og einkennalausum, sama hve langt er frá barnsburði. Börnin eru velkomin með á æfingar.
,,Búin að koma til ykkar nánast allt fæðingarorlofið og finnst alltaf jafn frábært og alveg ómetanlegt að finna getumun á eigin líkama frá fæðingu. Svo ánægð með stemmninguna í tímunum og hópnum sem gefur mér alltaf meiri orku út í daginn."
-Vilborg
,,Takk fyrir mig, þið eruð geggjaðar❤️ Þetta er svo faglegt, flott og skemmtilegt námskeið. Ég lærði heilan helling af góðum og skemmtilegum æfingum sem hafa svo mikinn tilgang fyrir mömmur með allskonar líkamleg einkenni."
- Dagmar
,,Ég gæti ekki mælt meira með þessu námskeiði! Svo fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Þjálfararnir eru dásamlegar og félagsskapurinn alveg æðislegur. Ég hlakka alltaf til að mæta ☺️ "
- Thelma
,,Fannst námskeiðið vera algjör snilld, hef aldrei farið í neina svona tíma og var smá stressuð að mæta, sérstaklega eftir að hafa eignast barn. Ég var óörugg, vissi ekki neitt og fannst óþægilegt að gera æfingar í hópi en þetta námskeið hefur hjálpað mjög mikið með sjálfstraustið og það að þetta eru litlir hópar gerir tímana mikið þægilegri. Æfingarnar eru líka allar við hæfi og fannst mjög gott að fá mismunandi útgáfur af æfingunum því stundum var orkan ekki eins mikil og vanalega. Veit líka mikið meira um líkamann og hvernig hann vinnur og fræðslan um grindarbotninn var mjög góð þar sem ég hafði litla hugmynd um það hvernig hann virkar og tengist öllu kerfinu og allt álagið sem hann er undir á meðgöngunni. Svo má ekki gleyma félagsmiðstöðinni sem er algjör snilld fyrir litlu krílin okkar. Ég get ekki mælt meira með þessu fyrir allar mömmur, ég mun allavega 100% mæta aftur!"
- Edda Björg
,,Hef verið í tæpt ár og ég gæti ekki verið ánægðari. Byrjaði á meðgöngu og mætti galvösk aftur þegar litla var 3 mánaða! Ég fór í Orku Studio því ég vildi æfa hjá sjúkraþjálfurum en hélt áfram vegna félagsskaparins og fagmennskunnar hjá Guðrúnu og Nadiu. Ekki bara er líkaminn 1000% betri en hausinn líka - það er ómetanlegt hvernig þær gefa mömmum kost á að kynnast öðrum mömmum á meðan púlinu stendur. Mæli heilshugar með fyrir allar í barneignum. Hef aldrei verið jafn glöð yfir því að verja pening í líkamsræktaráskrift!"
- Ásgerður Ó Ásgeirs