Þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara með það að markmiði að efla grunnstyrk í skemmtilegum æfingalotum. Auk þess er mikil áhersla á fræðslu um stoðkerfi og viðeigandi þjálfun eftir meðgöngu. Æft er í litlum hópum í notalegu og persónulegu umhverfi. Námskeiðið hentar konum með stoðkerfisverki sem og einkennalausum, sama hversu langt er frá barnsburði.
Mælt er með að konur byrji ekki hópþjálfun fyrr en a.m.k. 6 vikum eftir barnsburð. Börnin eru velkomin með á æfingar.
*ATH síðasti tíminn á maí námskeiðinu verður miðvikudaginn 28. maí þar sem það verður lokað fimmtudaginn 29. maí vegna Uppstigningardags.
,,Frábært námskeið í alla staði. Svo persónuleg og góð þjálfun. Elskaði alltaf að mæta sama í hvernig ástandi ég var og umhverfið svo stress free sem er svo mikilvægt þegar maður er með lítið barn og allt sem því fylgir. Náðuð báðar að útskýra svo vel allt sem tengist grindarbotninum, kviðvöðvum og fleira sem maður hafði aldrei pælt í áður. Svo mikilvægt að vera undir leiðsögn fagmanna þegar líkaminn er að skreppa saman og maður er að kynnast líkamanum sínum upp á nýtt. Verð líka að hrósa ykkur fyrir að vera pottþéttar, pælið einhvern veginn í öllum smáatriðum og að hafa allar upplýsingar inná Facebook groupunni❤️ Mæli með þessu námskeiði fyrir allar nýbakaðar og verðandi mæður og hlakka til að halda áfram á framhaldsnámskeiðinu"
-Katrín Rós
,,Þriðja barnið mitt en fyrsta skiptið sem ég er að heyra flest sem ég lærði á þessu námskeiði. Mikil og góð fræðsla og eftirfylgd með því hvernig á að spenna og slaka á grindarbotni. Virklega gott að fá tilsögn um líkamsstöðu í öllum á æfingum frá þessum frábæru þjálfurum."
,,Frábært námskeið og þjálfararnir eðal konur með svo mikið passion fyrir okkur, mömmunum og börnum❤️ Æfingarnar svo mikið í takt við hvar kona er stödd eftir fæðingu. Get varla beðið eftir næstu viku og framhaldsnámskeiðinu. Ótrúlega mikilvægt fyrir mömmu í orlofi að hafa fastann punkt í hverri viku og mæta í svona eðal tíma❤️💪🏻"
,,Þetta námskeið er algjört æði og ég gæti ekki mælt meira með því! Yndislegir þjálfarar sem eru til að aðstoða ef þess þarf, og líka með litlu krílin! Takk kærlega fyrir mig❤️"
,,Frábært nàmskeið, æfingarnar þyngdust passlega mikið eftir því sem leið á. Hugsað út í allt og tekið vel á móti manni😊 Mun klárlega mæla með, takk fyrir mig❤️"
,,Ég var svo kvíðin að byrja að æfa eftir fæðingu og frestaði því endalaust, ákvað svo að láta verða að námskeiði hjá ykkur og ég sé alls ekki eftir því! Fannst svo gott hvað grunnnámskeið fer rólega af stað og svo meiri ákefð með hverri viku. Elskaði að fá alla þessa fræðslu og vera með “þema” í hverri viku af fræðslu sem var unnið með! Svo hlýtt viðmót frá ykkur og gott umhverfi, fannst ég alltaf örugg að mæta með lilluna mína og svo gott að vita að hún sé í öruggum höndum á meðan ég náði að æfa! Takk fyrir mig og hlakka til að halda áfram❤️"
,,Vá við sonur minn elskuðum námskeiðið! Dásamlegir og hvetjandi þjálfarar og svo góð orka í tímunum. Mér þykir svo vænt um hvað þjálfararnir voru mikið til í að aðstoða, leiðbeina, svara spurningum og ofan á allt hitt hjálpa til með börnin á svo einlægan hátt <3 Ég finn mig styrkjast með hverri vikunni og verða öruggari að nota líkamann sem var flókið að læra eftir keisara. Barnafélagsmiðstöðin í miðjum salnum líka með því sætara sem ég hef séð!"
- Brynja
,,Æðislegt námskeið, frábær fræðsla og mikill stuðningur frá þjálfara. Mæli með fyrir allar mæður sem vilja kynnast líkamanum sínum eftir fæðingu"
,,Fannst mjög gott hvernig þið tvinnuðuð saman fræðslu og æfingum. Það var alltaf hægt að velja um mismunandi erfiðleikastig og áhersla á að hlusta á líkamann og sýna sér mildi en ekki bara þjösnast áfram á þrjóskunni. Menntun ykkar sem sjúkraþjálfara gerði það að verkum að ég upplifði mig örugga með að gera æfingarnar. Salurinn er lítill og notalegur og andrúmsloftið svo gott og umvefjandi."