Þjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara fyrir konur sem hafa lokið framhaldsnámskeið hjá okkur eða annars staðar og vilja meiri ákefð á æfingum. Fagleg stigvaxandi og fjölbreytt þjálfun þar sem unnið er í alls konar skemmtilegum lotum. Minni áhersla á grindarbotninn og meiri áhersla á almenna styrktar- og þolþjálfun.
Námskeiðið hentar konum með stoðkerfisverki sem og einkennalausum, sama hve langt er frá barnsburði. Börnin eru velkomin með á æfingar.
,,Að æfa í traustu og öruggu umhverfi umvafin peppi, fróðleik og jákvæðri orku eru algjör forréttindi! Guðrún og Nadia eru fagmenn fram í fingurgóma. Við mæðgur gætum ekki verið ánægðar með öll námskeiðin sem við höfum farið á og getum mælt með þeim öllum grunnnámskeiðinu, framhaldsnámskeiðunum og svo núna KvenOrku."
- Guðrún Lilja
,,Virkilega góðir tímar. Það er svo góð tilfinning að geta byrjað að taka betur á eftir meðgöngu og fæðingu og svo gott að taka þau skref í örugga umhverfinu með ykkur! Ykkur tekst að fylla tímana af skemmtilegum æfingum sem taka vel á, ekki of lítið og ekki alltof mikið - alveg passlega! Harðsperrur eftir hvern tíma tala sínu máli 💪 "
- Silja
,,Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa skráð mig í þjálfun hjá Orku Studio. Ég er búin að vera á grunn-, framhalds- og kvenorkunámskeiði og get heilshugar mælt með! Þjálfunin er góð og fagleg hjá Guðrúnu og Nadiu og auðvelt að fá útgáfur sem henta dagsforminu. Peppið ásamt hlýja og jákvæða andrúmsloftinu í tímunum gerir líka mikið fyrir fæðingarorlofshjartað❤️ "
- Freydís
,,Frábært námskeið í alla staði, alltaf gaman að koma til ykkar í þjálfun, æfingarnar skemmtilegar, fjölbreyttar og maður fær að gera þetta á sínu tempói hverju sinni. Ég gæti ekki mælt meira með námskeiðunum fyrir þær sem vilja byrja að hreyfa sig aftur eftir meðgöngu í góðu umhverfi."
,,Geggjað að taka vel à því í þessum frábæra hóp og með þessum frábæru þjàlfurum sem hugsa svo vel um mann og börnin okkar <3 Mæli 150% með!"
,,Frábært námskeið! Alltaf svo ánægð hjá ykkur ❤️"
- Anna Sigga
,,Virkilega góðar æfingar og frábærir þjálfarar. Æfingarnar eru hæfilega krefjandi, fjölbreyttar og auðvelt að aðlaga að hverjum og einum. Þjálfararnir eru virkilega góðir í því sem þær gera, sveigjanlegar, hjálpsamar og finna alltaf góða lausn fyrir alla. Takk fyrir mig :)"