Fjölbreytt styrktarþjálfun fyrir konur á meðgöngu undir leiðsögn sjúkraþjálfara sem vilja hreyfa sig í öruggu umhverfi og fá viðeigandi einstaklingsbundna þjálfun og fræðslu. Lögð er áhersla á grunnstyrk og komið til móts við breytingar sem verða á líkama kvenna á meðgöngu.
Æft er í litlum hópum í notalegu og persónulegu umhverfi. Námskeiðin henta konum með stoðkerfisverki sem og einkennalausum.
*ATH síðasti tíminn á maí námskeiðinu verður miðvikudaginn 28. maí þar sem það verður lokað fimmtudaginn 29. maí vegna Uppstigningardags.
,,Fannst þetta frábært og er spennt að koma aftur á næsta námskeið! Svo mikið sem ég lærði um hvað má gera á meðgöngu sem ég hélt að væri alveg nono, ásamt fræðslunni sem maður fær á æfingunum sjálfum sem er svo gott að hafa fyrir framtíðina og fæðinguna! "
- Björk
,,Þið eruð svo faglegar og flottar!"
,,Frábært námskeið í alla staði. Nadia og Guðrún eru ótrúlega hæfar í að leiðbeina hverri og einni miðað við ástand og álag hverju sinni. Mikið stuð, góðar æfingar og mjög nytsamleg fræðsla. Finnst ég vera svo tilbúin fyrir átökin framundan. Það eru forréttindi að mæta og vera hluti af einstöku óléttuorkunni með öðrum dásamlegum verðandi mæðrum. Mæli 100% með og hlakka til að koma í mömmutímana."
- Signý Heiða
,,Mjög ánægð að hafa fundið ykkur:) finnst svo lítið um svona meðgönguþjálfun þannig það er geggjað að koma til ykkar í tíma því maður veit ekkert endilega hvernig er best að hreyfa sig bara sjálfur."
,,Frábær námskeið til þess að halda manni á hreyfingu á meðgöngu. Það var alltaf hægt að skala æfingarnar hverju sinni og leið manni alltaf vel eftir æfingar. Góð fræðsla og góður andi í tímunum. Mæli 100% með fyrir verðandi mæður."
- Tvbíbura mamma
,,Svakalega valdeflandi að sjá hvað maður má gera mikið og hvað maður getur gert mikið! Sérstaklega þægilegt að gera það undir leiðsögn sjúkraþjálfara svo allt sé 100% í lagi, að maður sé að beita sér rétt. Tíminn er alltaf skemmtilegur og fljótur að líða líka."
,,Virkilega hamingjusöm að hafa tekið ákvörðun að prófa meðgöngunámskeiðið. Ég var svo sátt með tímana að ég hélt áfram að koma fram á 40 viku. Get sagt að tímarnir virkilega hjálpuðu með að líða vel á meðgöngunni, sérstaklega þar sem hún var ekki auðveld. Hjálpaði mjög hvað það verður mikil samheild með hópnum og maður var alltaf spenntur að mæta í tíma. Hlakka til að geta haldið áfram svo í mömmutímunum nú þegar fæðing er yfirstaðin!"
- Ástrós Harpa
,,Svo frábær námskeið hjá ykkur og mig hlakkar alltaf til að mæta á æfingu alveg sama hversu mikið svefnleysið er. Umhverfið og andrúmsloftið er svo gott, engin pressa og svo fagleg þjálfun hjà ykkur. Hlakka svo til að halda áfram hjá ykkur!"
,,Æðislegt námskeið! Ég er frekar aktív manneskja og elska hreyfingu og þetta námskeið var fullkomið fyrir mig þar sem að ég vildi fá faglega leiðlsu í hvaða æfingar væru henntugar fyrir okkur óléttu konurnar :)"
,,Fannst æðislegt hvað það voru margar útfærslur af æfingunum sem hentuðu verkjum eftir dögum."