Leidd fjarþjálfun fyrir konur sem hafa lokið Mömmuþjálfun grunnnámskeið hjá okkur eða annars staðar. Gert er ráð fyrir að konur hafa náð góðri tengingu við grindarbotnsvöðva og séu almennt nokkuð heilsuhraustar. Alltaf er hægt að hafa samband við þjálfara í gegnum snjallforrit eða tölvupóst info@orkastudio.is og svarað er eins fljótt og mögulegt er.
Innifalið er 4 vikna æfingaáætlun, gert er ráð fyrir tveimur ca. 30 mín leiddum æfingum og einni leiddri öræfingu (10-20 mín) ásamt einfaldri uppsetningu á byrjenda hlaupaprógrammi 2x í viku. Einnig er fræðsla, hvatning og stöðumat fyrir hlaup.
Æfingaáætlunin er sett fram í snjallforriti og æfingarnar á myndbandsformi en einnig á rituðu máli. Æfingar fela í sér liðkandi upphitun, grindarbotnsæfingar, styrktar- og þolæfingar á mismunandi formi. Gert er ráð fyrir að iðkandi hafa aðgang að miniband teygju, stól, og litlu handklæði. Hægt er að bæta við lóðum og nuddbolta/nuddrúllu ef iðkandi vill eða á en ekki skylda og æfingarnar skalaðar upp og niður eftir þörfum. Iðkandi getur nýtt áætlunina 3 mánuði.
Hægt er að byrja hvenær sem er!